Ráðstefnan

Undir Regnboganum

Samtökin ‘78 og Trans Ísland standa fyrir metnaðarfullri og spennandi ráðstefnu um málefni trans barna og ungmenna í IÐNÓ föstudaginn 2. mars kl. 9.30. - 16.30

Vertu velkomin/nn/ð! Þessi ráðstefna er öllum opin og við hvetjum öll þau sem hafa áhuga á málefninu að skrá sig hér fyrir neðan

9.30
Sigríður Birna Valsdóttir & Trans ungmenni frá aldrinum 13-22 ára
Hver erum við og hvers vegna þessi ráðstefna?
10.00
Forseti Ísland, Guðni Th. Jóhannesson
Opnunarerindi
10.15
Jean Malpas
Að geta verið trúr sinni kynvitund: Valdefling trans barna og fjölskyldna þeirra
11.05
Kaffipása
11.20
Ragnar Bjarnason, læknir
Erindi um hormónagjöf og inngrip í kynþroska trans barna
11.40
Ragna Kristmundsdóttir & Anna Sigríður
Trans teymi BUGL
11.55
María & Daði
Að vera foreldri
12.15
Hádegismatur
13.00
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra
Ávarp
13.15
Jean Malpas
Pláss fyrir öll kyn: Valdefling trans nemenda og hlutverk skólans
14.15
Ragnheiður Jóna Laufdal Aðalsteinsdóttir
Trans börn í skólaumhverfinu
14.30
Svandís Anna Sigurðardóttir
Gátlistar og bók - efni á íslensku
14.45
Kaffipása
15.00
Auður Magndís & Ástrós Inga
Kynjaskapandi krakki
15.20
Pallborðsumræður
Kristín Tómasdóttir, rithöfundur, stýrir umræðum
16.30
Ráðstefnuslit

Hádegisverður og kaffi er innifalið í skráningargjaldi

Fyrirlestrar, erindi & gestir

Jean Malpas

Jean Malpas, LMHC, LMFT, er stofnandi og framkvæmdastjóri Gender & Family Project sem er hluti af Ackerman Institute for the Family, yfirmaður alþjóðlegrar þjálfunar og þerapisti á einkastofu í New York borg. Hann hefur haldið erindi bæði innan Bandaríkjanna og utan um kyn og kynvitund, kynverund, fíkn, para- og fjölskyldumeðferð. Verk um vinnu hans með samkynhneigðu, tvíkynhneigðu og trans fólki, bæði einstaklingum, pörum og fjölskyldum, hafa birst í fjölda bóka og tímarita. Hann má t.d. sjá í TEDx erindi: „The Gift of Gender Authenticity,“ „Gender Revolution: A Journey with Katie Couric“ framleitt af National Geographic, og „Growing Up Trans“ gert af PBS Frontline. Honum hafa verið veitt verðlaunin Early Career 2013 Award og Social Justice 2018 Award of the American Family Therapy Academy. Heimasíðu hans má sjá hér: jeanmalpas.com.

Fyrra erindi: 45 mínútur ásamt 15 mínútur af umræðum
Titill: Að geta verið trúr sinni kynvitund: Valdefling trans barna og fjölskyldna þeirra

Hvað er fyrsta spurningin sem við spyrjum þegar við eigum von á barni? Er það strákur eða stelpa? Af hverju skiptir kyn barnsins okkur svona miklu máli? Í fyrra erindinu sem er titlað „Að geta verið trúr sinni kynvitund“ mun Jean Malpas skoða með okkur fjölbreytileika kyns og hvernig við getum orðið bandamenn og stuðningsaðilar trans barna, fjölskyldna þeirra og samfélaga. Með því að kanna bestu starfsvenjur og orðfæri sem styrkir og viðurkennir kynvitund einstaklinga mun Jean hjálpa okkur að bera kennsl á sískynja forréttindi og hvernig við getum aukið auðmýkt og tillitssemi í félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og menntastofnunum.

Seinna erindi: 45 mínútur ásamt 15 mínútur af umræðum
Titill: Pláss fyrir öll kyn: Valdefling trans nemenda og hlutverk skólans

Skólar eru mikilvægur hluti af lífi barna. Þar eyða þau stórum hluta dagsins og foreldrar reiða sig á kennara og annað skólastarfsfólk til að aðstoða þau við að ala börnin upp í hamingjusama fullorðna einstaklinga sem gengur vel í lífinu. Fyrir trans nemendur og börn með ódæmigerða kyntjáningu er þetta sérstaklega mikilvægt, þar sem skólinn þarf að vera umhverfi þar sem þau geta verið örugg og liðið þægilega til að geta lært og myndað félagsleg tengsl. Í sínu seinna erindi mun Jean deila bestu starfsvenjum þegar kemur að skólaumhverfi sem hafa verið þróaðar af New York borg og New York ríki, ásamt því sem hann hefur lært af því að vinna með skólum sem eru að skapa meira pláss fyrir öll kyn.

Sigríður Birna Valsdóttir

Hver erum við? Hvers vegna þessi ráðstefna?
Sigríður Birna Valsdóttir er fjölskyldu- og leiklistarmeðferðarfræðingur og hefur starfað hjá ráðgjafaþjónustu Samtakanna ‚78 síðustu árin þar sem hún hefur m.a. sérhæft sig í starfi með trans ungmennum og fjölskyldum þeirra. Hún leiðir stuðningshópa bæði fyrir aðstandendur trans barna og ungmenna og fyrir trans ungmenni. Hóparnir hittast einu sinni í mánuði.
Hún ásamt trans ungmennum á aldrinum 13 - 22 ára fjallar um mikilvægi þess að fræða almenning og þjónustuaðila um málefni trans barna og um þá þjónustu sem er í boði hjá Samtökunum '78

Auður og Ástrós

Kynjaskapandi krakki
Mæðgurnar Auður og Ástrós fjalla um hvernig það er að vera barn með óhefðbundna kyntjáningu. Hvað er það? Hvað er skemmtilegt við það og hvað getur verið svolítið þreytandi? Hvernig getur fagfólk komið betur til móts við þennan hóp?

Svandís Anna

Gátlistar og bók - efni á íslensku um trans börn fyrir fjölskyldur og fagfólk
Svandís Anna sigurðardóttir er kynjafræðingur sem hefur lagt sérstaka áherslu á málefni hinsegin fólks. Hún starfar sér sérfræðingur í hinsegin- og jafnréttismálum á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Nýlega útbjó hún gátlista um trans börn í skólum fyrir Reykjavíkurborg og vinnur nú að útgáfu bókarinnar Trans barnið: handbók fyrir fjölskyldur og fagfólk.

Guðni Th. Jóhannesson

Opnunarávarp forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson fæddist í Reykjavík 26. júní árið 1968. Hann er sonur hjónanna Margrétar Thorlacius, kennara og blaðamanns, og Jóhannesar Sæmundssonar, íþróttakennara og landsliðsþjálfara, sem lést árið 1983. Guðni ólst upp í Garðabæ og á tvo bræður, Patrek, íþróttafræðing og handboltaþjálfara, og Jóhannes kerfisfræðing.

Guðni útskrifaðist árið 1987 með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hann stundaði nám í sögu og stjórnmálafræði við Warwick-háskóla á Englandi og útskrifaðist þaðan með BA-gráðu árið 1991. Eftir það lærði hann þýsku við Háskólann í Bonn í Þýskalandi. Hann nam rússnesku á árunum 1993-1994 við Háskóla Íslands. Guðni útskrifaðist með meistaragráðu í sagnfræði frá HÍ árið 1997. Hann nam sagnfræði á árunum 1998-1999 við Oxfordháskóla á Englandi og útskrifaðist þaðan árið 1999 með MSt-gráðu í sögu. Árið 2003 lauk hann doktorsprófi í sagnfræði frá Queen Mary, University of London.

Gabríela María Daðadóttir

Gabríela María Daðadóttir er 13 ára trans stelpa sem býr í Kópavogi.
Hún tekur þátt í pallborði

Ólíver Elí Jónsson

Óliver Elí Jónsson er 17 ára trans strákur hann stundar nám í Kvennaskólanum í Reykjavík. Hann tekur þátt í pallborði.

Ragnheiður Jóna

Trans börn í skólaumhverfinu
Ragnheiður Jóna Laufdal Aðalsteinsdóttir er grunnskólakennari í Vatnsendaskóla en hún segir frá reynslu sinni að kenna trans stelpu en hún tók þátt í ferlinu sem
fylgdi nafnabreytingu og kynningu á nýja nemandum í hópnum hennar.
Hvað gekk vel ? Hvernig var ferlið ? Hvað þurfum við gera betur ?

Gulli Aðalsteinsson

Gulli Aðalsteinsson er faðir sex ára trans stúlku. Hann tekur þátt í pallborðsumræðum

Svandís Svavarsdóttir

Ávarp heilbrigðisráðherra
Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra Íslands en hún hefur verið alþingismaður fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í Reykjavík frá árinu 2009.
Svandís er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og lauk BA-prófi við Háskóla Íslands í almennum málvísindum og íslensku árið 1989. Hún gegndi ýmsum störfum fyrir Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra á árabilinu 1992-2005, með hléum.

Sólveig Hólm

Sólveig Hólm er móðir 14 ára trans stráks. Hún tekur þátt í pallborði.

Ragna Kristmundsdóttir

Ragna er sérfræðingur í geðhjúkrun barna og unglinga, og teymisstjóri transteymis BUGL. Hún mun kynna trans teymi BUGL

Heidi Didriksen

Heidi Didriksen er móðir 17 ára trans stelpu. Hún tekur þátt í pallborði.

Rúrí

Rúrí er 19 ára og er varaformaður hinseginfélags MH. Rúrí skilgreinir sig kynsegin og notar fornafnið hán. Hán tekur þátt í pallborði.

Anna Sigríður

María & Daði

Maria og Daði, foreldrar transstelpu, segja sína sögu.
Þau segja frá því hvernig er að eiga transbarn og segja hvaða breytingar urðu á þeirra barni þegar þau og dóttir þeirra tóku í sameiningu ákvörðun um að hún skyldi skipta um nafn og lifa sem stelpa.

Til að áætla fjölda og auðvelda úrvinnslu þá er gerð krafa um skráningu.

Athugið skráningargjald verður sent í heimabanka, gjaldið (2.500) er bindandi með þessari skráningu. Ef þú átt erfitt með að greiða vertu í bandi skrifstofa@samtokin78.is

Skráningarfrestur er liðinn, sjáumst á ráðstefnunni!

Ráðstefnan er styrkt af forvarnarsjóði Reykjavíkurborgar